vísindavaka 2018

Vísindavaka er mjög stuttur hlekkur og er bara í rúmar 2 vikur. Í þessum hlekk fórum við í hópa,  2-4 manns og gerðum eina tilraun. Ég var í hóp með hirti, Guðnýju og Láru , við vorum eini hópurinn sem voru 4 í þannig það voru aðeins meiri kröfur gerðar fyrir okkur ;). Við gerðum tilraunina eldur í krukku. Ástæðan ahverju við völdum þessa tilraun var að okkur langaði að sjá hvað gerist, hvort þetta virkar í raun og veru og hljóðið sem kemur þegar sprittið brennur.

 efni og áhöld:

  • rauðspritt

  • hanskar

  • krukka með gati í loinu

  • tilraunaglas

  • öryggis gleraugu

  • eldspýtur eða kveikjari

  • (eldvarnateppi)

Rannsóknarspurning: Ahverju slokknaði eldurinn fyrr í krukkunni heldur en í tilraunaglasinu?

við skoðuðum mörg video og blogg um þessa tilraun og í langflestum tilfellum var notuð krukka með gati í lokinu en við vildum líka nota tilraunaglas til að sjá hvað væri öðruvísi með áhrifin á krukkunni og glasinu.

 

Við byrjuðum á því að fara í hanska og setja smá rauðspritt í tilraunaglasið og dreifa því vel um allt glasið. Næst kveiktum við í eldspýtu og settum hana við toppin á glasinu, það tók alls- ekki langan tíma að kvikna í sprittinu, eigilega bara um leið og við settum eldspýtuna við glasið. Eldurinn logaði í rúmar 5 sekúndur sem var mikið lengri tími en við vorum búin að búast við, líka þegar við kveiktum þá kom stuttur hvellur (minnti mig svolítið á hurðasprengju eða eitthvað að sjóða).

Þegar við vorum búin að þessu þá vildum við prófa að kveikja í krukkunni. Við gerðum það sama nema núna var bara eitt lítið gat á lokinu sem við settum eldspýtuna við. Þegar við kveiktum í krukkunni þá logaði eldurinn öruuglega ekki einusinni í sekúndu, það heyrðist bara mjög hár hvellur og það kom mikill blossi í krukkunni.

 

Svar við rannsóknarspurningu: Eldur þarf súrefni til að loga, þannig að ástæðan er að það var mikið stærra gat á tilraunaglasinu og þessvegna komst meira súrefni til eldsins annað en í krukkunni ,þá var gatið svo lítið og það var ekki nóg af súrefni fyrir eldin til að halda áfram að loga þannig að eldurinn kæfðist bara.

Hér er tilraunin okkar –                                 ∨∨∨∨∨

 

Tilraunin- eldur í krukku

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close