hlekkur 6 vika 1

mánudagur 5.mars 

Í þessum tíma vorum við að byrja á nýju hlekk sem er hlekkur 6 . Í þessum hlekk leggjum við sérstaka áherslu á Þjórsá og Þjórsárdal sem er einn merkilegasti ferðamannastaður landsins ,við skoðum gróður þar og fullt af myndum til að sjá hvað þessi staður er áhugaverður og einstakur í Íslenskri náttúru. Við spáum líka í jarðfræði s.s innri og ytri öfl , eðlisfræði, líffræði og eitthvað smá í vistfræði, sem við lærðum um í fyrsta hlekk. Í tímanum horfðum við á nokkur video af þjórsá og af nokkrum merkilegustu stöðum landsins.

miðvikudagur 7.mars

Gyða var með nearpod kynningu um jökla, eldgos,Þjórsá o.fl.

-Innriöfl

  1. eldgos
  2. jarðskjálftar
  3. skorpuhreifingar

-Ytriöfl

  1. vindur
  2. öldugangur
  3. jöklar
  4. frost
  5. úrkoma
  6. vatnsföll

-Flokkun vatnsfalla

-Dragár

algengastar á blágrýtissvæðum

rennsli háð veðri og sveiflur í hitastigi

-Lindár

algengastar í og uppvið gosbeltið

jafnt rennsli og hitastig

-Jökulár

koma úr jöklum

rennsli háð veðri og mikil dægursveifla

Við fórum í stöðvar seinni partinn af tímaum, ég var með Láru og Guðnýju. Við náðum bara að klára eina stöð í þessum tíma, en við höldum áfram seinna í stöðum 🙂

fimmtudagur 8.mars

Gyða var ekki í dag en Guðrún skólastjóri kom til okkar í staðinn. Við áttum að klára stopmotion videoin í þessum tíma og skila inná padlet. Ég Lára og Guðný vorum saman í þessu verkefni. Okkur gekk ekki alveg nógu vel með að nota greenscreen, þannig að við slepptum því bara og fundum uppá einhverju nýju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close